Ómagasogur

Friday, October 06, 2006

það gengur gluggagæir laus í Ödis einn af nágrönnunum sá hann í garðinum hjá sér og rauk út til að spyrja hvað hann væri að gera þá þóttist hann bara að vera að leita að fuglinum sínum, skrítin afsökun ef maður týnir fulgi þá fer maður ekki bara út að leita hann er löngu floginn burtu annað ef það væri köttur eða eitthvað.

En annars vorum við að fá nýtt sjónvarp, nágranninn var að kaupa sér splúnkunýtt og gaf okkur gamla það er alveg risa 28 tommu græja, en við erum reyndar líka búin að fá sjónvarp hjá mömmu og pabba hans Hans því þau eru að fara að kaupa sér LCD sjónvarp þannig að nú eigum við tvö 28 tommu jeje fyrr í dag áttum við bara vesælt 14 tommu sem þurfti að slá í öðru hverju því hljóðið datt alltaf út!!

Það er allt komið í graut í hausnum á mér varðandi sæng og dýnu afþví á dönsku er "seng" rúm og "dyne" er sæng svo var ég að spjalla við Svanlaugu áðan og segja henni eitthvað varðadi gestarúmið okkar þá sagði ég "æi svona sæng á fótum" hahaha og ég segi líka oft að ég ætli að breyða rúmið (sengen) yfir mig hahaha þá er oft mikið hlegið á mínu heimili

En jæja nú ætla ég að fara að leggjað mig ég ætla í leiðangur á morgun og reyna að finna buxur..helst rifheldar heheh