Ómagasogur

Tuesday, October 03, 2006

jæja það hefur ekki verið stundarfriður til að hamra eitthvað inn á síðuna..en nú skrifa ég í bitum hahaha

Sandra og Alexander komu í heimsókn um helgina, á laugardeginum vorum við nú bara mest að kjafta og sáum myndina clik saman sem er drep fyndin mæli með henni hehe svo á sunnudeginum fórum við yfir landamærin að versla Sandra keypti óheyrilegt magn af áfengi, ég lánaði henni svo tösku á hjólum til að flytja góssið hahaha en þau fóru heim á sunnudeginum, þau ætluðu upphaflega að vera til mánudags en svo var eitthvað skemmtilegt að gerast í skólanum hans Alexanders á mánudeginum þannig að þau urðu að fara heim fyrr..en það er ekki svo langt þangað til við hittum þau aftur því ég og Lucas ætlum til Köben í endan október þegar Jóhanna og Gunni koma

En á sunnudagskveldið voru allsvaðalegar þrumur og eldingar og þvílíkt úrhelli ég hef aldrei upplifað annað eins, við Hans slökktum öll ljósin og fórum upp að horfa og í því sama augnabliki sló niður í tré í nágrannagarðinum úff okkur brá geggjað en þetta var rosalega flott samt svo sendi ég greyið út í bíl til að tjékka hvort Sandra hefði gleymt vínflösku og hann varð holdvotur bara á því að hlaupa út á bílastæði og til baka!!!

Ég ætlaði reyndar til Odense í dag til að fara í skólan, en nú er ég eitthvað í vafa um hvort ég eigi að hætta í einu fagi og taka það á næstu önn frekar þegar Lucas er kominn til dagmömmu því maður verður eiginlega að mæta í hvern tíma og prófið er hóppróf, ég var komin í hóp og við erum 6 en svo fengum við að vita síðast að við meigum vera max 4 bölvað vesen!¨

en í dag fer ég þá bara til Kolding að skipta barnapíunni (alarminu) sem við keyptum um daginn það er ekki nógu gott og finna rifheldar buxur hahahaha skrifa meira síðar þegar gullmolinn er sofandi