Ómagasogur

Sunday, June 04, 2006

hæ hó ég er ennþá lifandi það er bara geggjað að gera, ég er að reyna að skrifa ritgerðirnar fyrir prófin en það er svosem í nógu mörg horn að líta með lillan, hann er algert matargat og vill alltaf vera að drekka enda undirhakan farin að stækka og litlu fingurnir orðnir ansi þrýstnir hahaha hann er meira að segja strax orðinn of lítill í ein náttföt!! Svanlaug og Jóhanna komu í heimsókn á föstudeginu og voru fram á laugardag, það var ótrúlega gaman að sjá þær, ég vildi bara hafa þær lengur :) ég prufaði að labba með þeim niður í bæ með vagninn og það gekk svakalega vel niður í bæ..en svo fór hann að vera óróglegur og þá varð ég að fara heim, hann öskraði eins og ljón alla leiðina heim..ég held bara að hann verði pínu hræddur við öll þessi nýju hljóð og svoleiðis þannig að ég ætla bara að fara í aðeins styttri göngutúra til að byrja með svona til að venja hann við.

Um kvöldið elduðum við svaka góðan kjúklingarétt a la Karen og salat með..Svanlaug var alveg að fara að stinga einu salatblaði upp í sig og ég rétt náði að stoppa hana þá var bara feitur snigill á því ógeð!!! En við ákváðum ekkert að vera að segja Jóhönnu frá því, því þá myndi hún aldrei snerta á matnum hahaha..ég skolaði annars salatið extra extra vel en það hefur einn félagi sloppið framhjá fálkabliki mínu hahah