Ómagasogur

Monday, June 12, 2006

ææææ ég get ekki tekið prófið í dag, það er nú ekki við litla gullmolan að sakast, heldur vaknaði ég í nótt með allsvakalegan stálma og bullandi hita, ég skil ekki hvernig þetta gat gerst hann er svo gríðarlega duglegur að drekka og svo var enginn fyrirboði, engir stíflaðir kirtlar eða neitt bara skyndilega hard core stálmi..og verðandi mæður látið ekki blekkjast þegar ljósmæðurnar segja að þetta sé pínu vont..þetta er horbjóðsleg viðurstyggð!! það er eins og brjóstið sé að springa í loft upp án alls gríns, sem betur fer er Trina á leiðinni með pumpu fyrir mig!!

En mér langar að óska Páli frænda mínu til hamingju með afmælið í gær og til hamingju með hið langþráða ökuskirteini.