Ómagasogur

Saturday, May 24, 2008

örstuttar fréttir...við fórum í hnakkaþykktarmælinguna í gær það gekk svaka vel og grislingurinn var í banastuði, það þurfti alveg margar tilraunir áður en það tókst að mæla því ormurinn hoppaði svo mikið um og sparkaði og svo hló ég og hló þannig að greyið ljósan átti erfitt. Við gátum samt ekki fengið neina mynd út af verkfallinu og ég fæ heldur ekki tíma í mæðraeftirlit fyrr það er búið! Við tókum samt myndavélina með í sónarinn og fengum að smella nokkrum af skjánum..þær eru dálítið óskýrar..en samt betra en ekkert :) já og það er líka búið að breyta væntanlegum komudegi frá 16 nóv til 7 des!

Fréttir nr.2 eru að við erum búin að skifta bronseldingunni út fyrir ægilegan kagga..sko skoda octaviu ógó flottan með svaka plássi í skottinu og á rosa felgum hahaha en ég skelli inn myndum seinna nú verð ég að snúa mér aftur að prófinu, því ég verð að klára 1 verkefni í síðasta lagi á morgun, þá hef ég viku til að klára annað (ég á að skila þeim báðum 2 júní)