Ómagasogur

Friday, May 02, 2008

1 down 5 to go
Jæja þá er ég næstum búin í einu prófi, ég á bara eftir að halda smá fyrirlestur og þá reikna ég með því að hafa náð 7, 9, 13. Þá eru "bara" 5 próf eftir og ein heimasíða...en það versta er að ég þarf að skila allavega 3 af 5 og heimasíðunni, í endan maí!!! Það er svo útskrift 26 júní, ég veit samt ekkert hvernig sá dagur verður það er ekki búið að segja okkur neitt..en eftir því sem ég kemst næst, er þetta fyrir allan háskólan í sameiningu, við fáum ekkert afhent skírteini eða neitt, ætli þetta verði ekki bara einhverjar ræður og eitthvað svoleiðis....

Annars er bara allt fínt að frétta við Lucas fórum í mollið í dag og keyptum skopparabolta með bíl inn í og flugdreka..en það er búið að vera blankalogn í allan dag, mömmunni til mikillar gremju...flugdrekar eru svvvoooo skemmtilegir :)

Ég er alveg að fara að skella inn myndum á barnó það er bara búið að vera mikið að gera að klára skýrsluna fyrir fyrsta prófið.

..og síst en ekki minnst þá er Lucas að verða stóribróðir í endan nóvember :) við hlökkum svo til!!! Ég get sko ekki beðið eftir að fara í sónar, því var aðeins seinkað út af því að það er búið að vera verkfall hérna, ég hef heldur ekkert getað fengið teknar þær blóðprufur sem ég þarf að fá teknar, það er víst deadline í næstu viku þá fer ég og læt taka blóðprufu sem svo verður fryst þangað til verkfallið er yfirstaðið.

En svo hefur breyðst út smáveirusótt í Hjarup þar sem Lucas er hjá dagmömmu, það er mjög mildur vírus og krakkar fá kannski smá hita og verða rauðir í kinnum...en það er hættulegt fyrir ólétta, maður getur misst fóstrið og allt, því vírusinn ræðst á lifrina hjá fóstrinu og stöðvar alla blóðframleiðslu skilst mér..Lucas er ekki kominn með hann ennþá sem betur fer...þetta er svona barnasjúkdómur og maður fær hann bara einusinni, þannig að ef ég hef fengið hann án þess að vita af því (það hafa 70%) þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur og maður getur látið tjékka á því með einfaldri blóðprufu..en það er verkfall..þannig að ég verð bara að hafa áhyggjur og vona það besta! Ekki sérlega skemmtileg aðstaða.
Dagmamman hans Lucasar er líka ólétt og hún veit ekki hvort hún hefur fengið vírusinn þannig að hún er frá í 3 vikur.